Erlent

Eldri borgari sofnaði á rauðu

Glaðvakandi eldri borgari við stýri.
Glaðvakandi eldri borgari við stýri. Mynd/Getty Images
Svissneska lögreglan var kölluð út til að vekja eldri borgara sem sofnaði við stýrið á rauðu ljósi í Bottmingen í Sviss. Urs Maurer sem er 78 ára stoppaði eins og lög gera ráð fyrir á þegar hann sá rautt ljós. Á meðan hann beið eftir grænu varð hann svo svefndrukkinn að hann sofnaði. Aðrir ökumenn reyndu árangurslaust að flauta og banka á rúðuna til að vekja hann. Að lokum hringdu þeir á lögregluna sem tókst að opna hurðina á bílnum og vekja manninn. Urs sagði að svefninn hefði svifið á hann eftir að hann borðaði mikinn og góðan hádegisverð. Að sögn fréttastofu Ananova svipti lögreglan Urs ökuleyfi á meðan málið er rannsakað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×