Erlent

Ein og hálf milljón flutt frá strandhéruðum Kína

MYND/AP

Alls hefur tæp hálf önnur milljón Kínverja flúið eða verið flutt frá strandhéruðum landsins eftir að fellibylurinn Krosa gekk þar yfir í gærdag.

Áður höfðu fimm farist á Taívan af völdum Korsa. Bylurinn kom á land í héruðunum Sjejang og Fujian og var um sjötíu og fimm þúsund fiskibátum þar skipað til hafnar auk þess að ferjusiglingar voru stöðvaðar.

Krosa, sem er kambódíska nafnið yfir krana, olli töluverðum usla á Taívan á laugardag og um tíma voru um tvær milljónir heimila í landinu rafmagnslausar af hans völdum. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×