Erlent

Brown boðar ekki til kosninga

Allur vafi var tekinn af um að boðað yrði til þingkosninga í Bretlandi á þessi ári þegar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokaði í gær að slíkt yrði gert. Nýjar skoðanakannanir sýna að Verkamannaflokkurinn hefur misst forskot sitt á Íhaldsflokkinn. Ein af þeim könnunum sem birt hefur verið undanfarið sýnir að ef það yrði kosið nú myndi Verkamannaflokkurinn tapa meirihluta sínu í neðri deild breska þingsins. Aðeins eru þrír mánuðir síðan að Brown tók við starfi sínu af Tony Blair. Fyrstu kannanir, eftir að hann tók við, sýndu mikinn stuðning við flokk hans og veltu því margir fyrir sér hvort boðað yrði til kosninga í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×