Erlent

Hafa áhyggjur af örlögum mótmælenda í Búrma

Fyrrverandi fangar herstjórnarinnar í Búrma hafa lýst yfir miklum áhyggjum af örlögum mótmælenda sem hnepptir hafa verið í varðhald í mestu mótmælum í landinu í áratugi.

Í mótmælunum létust að minnsta kosti 10 manns og rúmlega tvö þúsund voru handteknir, samkvæmt opinberum tölum. Ríkisstjórnin segir að 700 fanganna hefði þegar verið látnir lausir. Diplómatar og mótmælendur segja tölu látinna mun hærri og allt að sex þúsund hafa verið tekna höndum, þar á meðal hundruð búddamúnka sem leiddu mótmælin.

þúsund voru handteknir, samkvæmt opinberum tölum. Ríkisstjórnin segir að 700 fanganna hefði þegar verið látnir lausir. Diplómatar og mótmælendur segja tölu látinna mun hærri og allt að sex þúsund hafa verið tekna höndum, þar á meðal hundruð búddamúnka sem leiddu mótmælin.

Fyrrverandi pólitískir fangar óttast mjög afdrif þeirra sem handteknir voru í óeirðunum nú. Thet Oo sat í fangelsi í 12 ár. Hann var einn þeirra sem flúði yfir landamærin til Taílands eftir fangavistina. Thet segir meðferð fanganna hræðilega. Hann hafi verið barinn í höfuðið og líkamann látlaust á meðan yfirheyrslunum stóð þar til hann missti meðvitun. Yfirheyrslurnar stóðu í þrjá daga sleitulaust. Hann var hlekkjaður á fótum þrátt fyrir að þjást af lömunarveiki, hetta var sett yfir höfuð hans og honum var síðan hent í örlítinn klefa þar sem hann eyddi megninu af næstu tólf árum. Hann segir hermennina hafa verið drukkna við yfirheyrslurnar. The Oo missti heyrn eftir barsmíðarnar.

Hann var öryggisvörður lýðræðisleiðtogans Aung San Suu Kyi áður en hún var sett í stofufangelsi árið 1989.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×