Erlent

Tugir manna láta lífið í bátaslysi í Nígeríu

Bátar á fljóti í borginni Lagos í Nígeríu.
Bátar á fljóti í borginni Lagos í Nígeríu. MYND/AFP

Að minnsta kosti 33 drukknuðu og átta slösuðust alvarlega þegar tveir bátar rákust saman á Dole-Kaina fljóti í norðvestur hluta Nígeríu í morgun. Annar báturinn var hlaðinn eldfimum vökvum og sprungu bátarnir í loft upp við áreksturinn.

Nú þegar hafa 33 lík fundist en 48 er enn saknað. Fjölmennt var um borð í báðum bátunum en í öðrum þeirra voru kaupmenn á leið heim frá markaði í Dandi héraði.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem mannskæð bátaslys eiga sér stað í Nígeríu. Bátarnir eru oftar en ekki í lélegu ásigkomulagi og yfirfullir af fólki. Í síðastliðinum júlímánuði drukknuðu 20 manns þegar bát hvolfdi á ánni Benue í Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×