Erlent

Þrjátíu slasast af völdum klórgass

MYND/AFP

Þrjátíu verkamenn slösuðust og þar af einn alvarlega þegar eitrað klórgas lak út úr tanki í verksmiðju í Frankfurt í Þýskalandi í morgun. Slysið átti sér stað þegar verið var að flytja gasið á milli tveggja geymslutanka.

Maðurinn sem slasaðist verst hlaut alvarleg brunasár af völdum gassins. Tíu aðrir voru fluttir á spítala til aðhlynningar. Starfsmenn verksmiðjunnar náðu að loka fljótt fyrir lekann. Búið er að loka verksmiðjunni tímabundið og þá hafa íbúar í nágrenni hennar verið beðnir um að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×