Erlent

Einn lést í skotárás hersins í Burma

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Einn lést og fimm slösuðust þegar herinn í Myanmar skaut byssuskotum að stórum hópi mótmælenda í Yangon í dag. Vitni segja blóðugan líkama munks hafa verið borinn í burtu en ekki er ljóst hvort hann var lífs eða liðinn. Búddamunkar hafa leitt mótmælin í Myanmar sem hófust fyrir mánuði síðan þegar olíuverð hækkaði skyndilega. Þau hafa breiðst út og eru orðin mestu mótmli í landinu í 20 ár.

Lýðræðis er krafist en herforingjastjórnin hefur verið við völd frá árinu 1962.

Óeirðalögregla skaut táragasi að hópi munka sem reyndu að komast í gegnum vegatálma við eitt helgasta hof Búdda í landinu, Shwedagon Pagoda. Hofið hefur verið miðpunktur mótmælanna og þar hófust þau.

Leiðtogar heims hafa biðlað til herstjórnarinnar að sýna stillingu eftir að mótmælin urðu að uppreisn eftir að skotið var að mótmælendum í bænum Pakokku 5. september.


Tengdar fréttir

Handtökur og átök í Búrma

Lögreglan í Búrma beitti í morgun kylfum til að leysa upp mótmæli þar í landi. Tveir leiðtogar andófsmanna voru handteknir í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×