Erlent

Fukuda kosinn forsætisráðherra Japans

Fukuda (til hægri) var kosinn til að gegna embætti forsætisráðherra Japans í morgun.
Fukuda (til hægri) var kosinn til að gegna embætti forsætisráðherra Japans í morgun. MYND/AFP

Japanska þingið kaus í morgun Yasuo Fukuda til að gegna embætti forsætisráðherra. Fukuda er 71 árs, sonur fyrrverandi forsætisráðherra Japans en hann var kosinn formaður Frjálslynda demókrataflokksins, stjórnarflokks Japans, um síðustu helgi.

Fukuda tekur við af Shinzo Abe, fráfarandi forsætisráðherra, sem sagði skyndilega af sér fyrir hálfum mánuði. Fukuda tilheyrir miðjumönnum innan Frjálslynda demókrataflokksins en hann hefur verið talsmaður nánari tengsla við önnur Asíuríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×