Enski boltinn

Carew frá í mánuð

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Carew kominn á meiðslalistann.
John Carew kominn á meiðslalistann.

Nú er ljóst að þau meiðsli sem John Carew hlaut í 2-0 sigurleik Aston Villa gegn Everton munu halda honum á meiðslalistanum í einn mánuð. Carew skoraði fyrra mark Villa í leiknum en það var hans fyrsta mark á tímabilinu.

„Þetta er virkilega pirrandi. Þegar maður nær að brjóta ísinn og skora sitt fyrsta mark á tímabilinu þá gerist þetta," sagði Carew sem meiddist á hné.

Carew var keyptur til Aston Villa frá franska liðinu Lyon í janúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×