Erlent

Ítalir úr haldi afganskra mannræningja

Vesturhluti Afghanistan hefur hingað til verið talinn með öruggari svæðum í landinu.
Vesturhluti Afghanistan hefur hingað til verið talinn með öruggari svæðum í landinu. MYND/AP

Tveimur ítölskum hermönnum sem mannræningjar tóku höndum í vesturhluta Afganistans á laugardag var bjargað af herafla NATO í dag. Ítalska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu og sagði að báðir mennirnir væru slasaðir, annar alvarlega. Þeir eru nú á sjúkrahúsi. Ekki er ljóst hverjir stóðu að baki mannráninu. Meira en tvö þúsund ítalskir hermenn eru í Afganistan, flestir í vesturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×