Enski boltinn

Bolton slapp með skrekkinn

Meite bjargaði Bolton í kvöld
Meite bjargaði Bolton í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarliðið Bolton mátti þakka fyrir að sleppa frá Makedóníu með 1-1 jafntefli í kvöld þegar liðið mætti ákveðnum heimamönnum í Rabotnicki Kometal í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða.

Heimaliðið var mun sprækara í leiknum og fékk fyrsta dauðafærið eftir aðeins nokkrar sekúndur eftir mistök Jussi Jaaskelainen í markinu. Bolton hefur gengið afleitlega í ensku úrvalsdeildinni undanfarið og sjálfstraust leikmanna því ekki sérlega mikið í kvöld. Kometal komst yfir í leiknum en það var Aboulaye Meite sem bjargaði enska liðinu frá tapi þegar hann skoraði eftir mistök markvarðarins undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×