Erlent

Madeleine málið tekur nýja stefnu

MYND/AFP
Rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann virðist hafa tekið nýja stefnu. Samkvæmt heimildum Sky News fréttastofunnar hefur portúgalska lögreglan ekki lengur í hyggju að kalla foreldra stúlkunnar til yfirheyrslu.

Samkvæmt heimildum Sky News liggja foreldrar Madeleine þó enn undir grun í málinu. Þá kemur ennfremur fram í frétt Sky News að lögregluyfirvöld í Portúgal kanni nú einnig aðrar vísbendingar.

Að mati sérfræðinga bendir þetta til þess að dómsyfirvöld í Portúgal telji að þau gögn sem saksóknari hefur undir höndum séu ekki nægjanleg til að höfða mál á hendur foreldrum Madeleine.

Kate og Gerry, foreldrar Madeleine, hafa bæði haft réttarstöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar um nokkurt skeið. Enn hefur þó ekkert komið fram sem hefur sannað eða afsannað sekt hjónanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×