Enski boltinn

Owen þarf ekki að fara í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen í leik með Newcastle á mánudagskvöldið.
Owen í leik með Newcastle á mánudagskvöldið. Nordic Photos / Getty Images

Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að Michael Owen þurfi ekki að gangast undir aðgerð eftir að hann meiddist í leik Newcastle og Derby í fyrrakvöld.

"Ég býst við því að hann verði orðinn leikfær fyrir leik okkar við West Ham á sunnudag," sagði Allardyce. 

 

Steve McClaren, þjálfari enska landsliðsins, hefur miklar áhyggjur af því hvort að sóknarparið Owen og Emile Heskey verði klárir í næsta verkefni landsliðsins. Samkvæmt þessu ætti Owen að vera orðinn leikfær í leiki Englands við Eistland og Rússland dagana 13. og 17. október.

Heskey meiddist í leik Wigan og Fulham um helgina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×