Erlent

Áttatíu látnir eftir flóð í tólf Afríkuríkjum

Úrhellisrigningar og mikil flóð hafa orðið minnst áttatíu að bana og hrakið hundruð þúsunda frá heimilum sínum í tólf löndum Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar á síðustu vikum.

Búpeningur hefur drukknað og uppskera eyðilagst. Flóð eru algeng á þessum slóðum í ágúst og september ár hvert en ástandið nú er verra en oft áður.

Verst er ástandið í Eþíópíu þar sem sextíu og þrír hafa týnt lífi, Rúanda þar sem níu hafa farist og í Úganda þar sem níu hafa drukknað. Fulltrúar Rauða krossins hafa óskað eftir fjárstuðningi frá ríkjum heims svo hjálpa megi þeim sem misst hafi heimili og lífsviðurværi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×