Enski boltinn

Reina: Liverpool verður meistari

NordicPhotos/GettyImages

Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool segir 18 ára bið stuðningsmanna Liverpool brátt á enda og segir liðið í ár nógu sterkt til að vinna enska meistaratitilinn. Liverpool hefur byrjað deildina mjög vel í haust og útlit fyrir að hópur liðsins sé sá sterkasti í háa herrans tíð.

"Byrjunin hjá okkur í ár hefur verið fullkomn, sannkölluð draumabyrjun. Við erum á toppnum og eigum skilið að vera það því það er ekki hægt að segja að United, Arsenal og Chelsea séu með eitthvað betra lið en við. Ég held að Arsenal vinni ekki deildina í ár og ég er viss um að keppinautar okkar óttast okkur.

Rafa Benitez er frábær stjóri þó aðrir stjórar fái meira pláss í blöðunum, en það er ekki vandamál því við græðum á því að fjölmiðlarnir líti framhjá okkur. Við erum allir mjög ánægðir með byrjunina á tímabilinu og erum að sýna að við getum gert atlögu að titlinum. Það er ekki lengur óðs manns æði að halda þessum fram - við getum unnið," sagði Reina brattur í samtali við Daily Mirror.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×