Erlent

Leit gerð á heimili McCann hjónanna

MYND/AP
Portúgalskur dómari sem fer með mál Madeleine McCann hefur farið þess á leit við bresk lögregluyfirvöld að þau fari á heimili foreldra hennar í Leicestershire til þess að leita að sönnunargögnum í málinu. Fréttastofa Sky greinir frá því að líklegast fari leitin fram í dag.

Heimildir Sky herma að lögregla vilji rannsaka fartölvu föðursins, Gerry McCann, í von um að þar leynist vísbendingar sem ljósi geta varpað á hvart stúlkunnar. Þá er einnig talið að lögreglan hafi undir höndum dagbók Kate McCann, móður Madeleine.

Foreldrar Madeleine hafa nú réttarstöðu grunaðra í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×