Erlent

Shinzo Abe lagður inn á spítala

MYND/AP

Fráfarandi forsætisráðherra Japana, Shinzo Abe, var lagður inn á spítala í morgun aðeins sólarhring eftir að hann tilkynnti um afsögn sína. Læknar segja að hann gangist nú undir meðferð vegna magaverkja sem líklegast eru til komnir vegna álags og ofþreytu.

Abe hafði lengi setið undir mikilli gagnrýni eftir að flokkur hans tapaði meirihluta sínum í efri deild japanska þingsins og fóru vinsældir hans meðal almennings dalandi. Þá var stuðningur hans við Bandaríkjamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum umdeildur heimafyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×