Erlent

Telja sannanir að finna í dagbók Kate McCann

MYND/AFP
Portúgölsk lögregla vill nú fá aðgang að dagbók Kate McCann, móður Madeleine litlu sem saknað hefur verið frá því í byrjun maí. Breska blaðið Evening Standard segir lögregluna halda að bókin geti varpað ljósi á hvað það var sem raunverulega gerðist kvöldið örlagaríka, þegar stúlkan hvarf frá hótelherbergi fjölskyldunnar í Portúgal.

Aðrar heimildir herma að lögregla vilji rannsaka bangsa Madeleine, sem móðir hennar hefur haft með sér hvert sem hún fer síðan stúlkan týndist. Tilgangurinn er að sjá hvort nægilegt magn lífsýna sé á bangsanum til að smita út frá sér í bílaleigubíl hjónanna. Hár og líkamsvessar úr stúlkunni fundust í bílaleigubíl sem foreldrar hennar tóku á leigu þremur vikum eftir hvarf hennar. Í kjölfarið var þeim gefin staða grunaðra í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×