Erlent

Önnur SAS vél brotlendir

Nú hafa tvær SAS vélar brotlent á stuttu tímabili.
Nú hafa tvær SAS vélar brotlent á stuttu tímabili.

Flugvél á vegum SAS brotlenti í Litháen í morgun með fimmtíu og tvo farþega innanborðs. Þetta er í annað skipti í sömu vikunni sem vél frá SAS brotlendir og það sem meira er, vélin sem brotlenti í morgun er sömu gerðar og sú sem brotlenti í Danmörku á Sunudaginn var.

Flugfélagið ætlar að fresta öllum flugum véla þessarar gerðar og hefur 112 ferðum þegar verið aflýst. Enginn slasaðist í brotlendingunni í Litháen sem rakin er til bilunar í hjólabúnaði, rétt eins og í atvikinu á Sunnudag. Vélarnar sem um ræðir er af gerðinni Bombardier Q400.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×