Erlent

Engar afgerandi sannanir gegn foreldrum Madeleine

Óli Tynes skrifar
Gerry og Kate McCann.
Gerry og Kate McCann.
Portúgalska lögreglan hefur borið til baka fréttir um að hún hafi undir höndum sönnunargögn sem muni leiða til ákæru á hendur foreldrum Madeleine McCann. Ríkislögreglustjóri Portúgals sagði í sjónvarpsviðtali í gær að lögreglan hafi aðeins fengið hluta af sýnum sem send voru til rannsóknar í Bretlandi. Niðurstöður þeirra séu enganvegin jafn afgerandi og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum.

Samkvæmt portúgölskum lögum má lögreglan ekki gefa upplýsingar um sakamál sem eru í rannsókn. Þetta hefur valdið því að allskonar tröllasögur hafa komist á kreik. Annaðhvort hafa upplýsingar komið frá ónafngreindum heimildum eða þá að fjölmiðlar hafa einfaldlega sett fram sínar eigin vangaveltur.

Ríkissaksóknari Portúgals fær gögn í málinu afhent í dag. Varla er þó að búast við viðbrögðum frá því embætti fyrr en frekari gögn liggja fyrir, að minnsta kosti um öll þau sýni sem send voru til rannsóknar í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×