Erlent

Time dæmt til að borga metupphæð vegna meiðyrða

Bandaríska vikuritið Time ætlar að berjast gegn úrskurði hæstaréttar Indónesíu, sem í gær dæmdi blaðið til þess að greiða fyrrverandi forseta landsins, Suharto, hundrað milljónir dollara í skaðabætur fyrir meiðyrði.

Blaðið birti grein árið 1999 þar sem sagt var að forsetinn hefði dregið sér gífurlegar upphæðir inn á bankareikninga í Austurríki. Lögrfræðingur blaðsins segir að barist verði gegn úrskurðinum með öllum tiltækum ráðum enda snúist málið um frelsi fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×