Erlent

Tveir særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Malasíu

Múslimar mótmæla í Malasíu.
Múslimar mótmæla í Malasíu. MYND/AFP

Tveir særðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu á heimasvæðum múslima í norðausturhluta Malasíu. Óeirðirnar brutust út í gærkvöldi þegar aðskilnaðarflokkur múslima sem krefst sjálfstæði frá Malasíu hélt útifund.

Samkvæmt gildandi lögum í Malasíu þarf leyfi frá yfirvöldum til að halda fundi. Þegar í ljós kom að fulltrúar aðskilnaðarflokksins gátu ekki framvísað slíku leyfi reyndi lögreglan að tvístra fundargestum.

Mótmælendur köstuðu grjóti og öðru lauslegu í átt að lögreglu sem á móti notaði táragás. Alls voru 23 handteknir.

Leiðtogar aðskilnaðarflokksins sökuðu lögregluyfirvöld um að hafa gengið of hart fram. Þeir segja að mótmælin hafi verið friðsamleg og ástæðulaust hjá lögreglu að beita ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×