Erlent

Móðir Madeleine yfirheyrð

Lögregla í Portúgal yfirheyrði Kate, móður Madeleine Mccann, í meira en ellefu tíma í gær. Madeleine hefur verið saknað frá því hún hvarf frá hótelherbergi sínu í maí. Móðirin var kölluð til yfirheyrslu vegna nýrra sönnunargagna sem komu fram í málinu. Hún hefur verið yfirheyrð áður, en í þetta var í fyrsta sinn sem lögfræðingur hennar er viðstaddur. Lögreglan hefur sagt að foreldrar Madeleine séu ekki grunuð um að hafa átt þátt í hvarfi hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×