Erlent

Rhys Jones borinn til grafar í dag

Rhys Jones, ellefu ára drengur sem lést fyrir byssukúlu skotmanns í Liverpool í Bretlandi, var borinn til grafar í dag. Meðal þeirra sem voru viðstaddir útförina í dómkirkjunni í Liverpool voru félagar hans úr fótboltanum.

Sumir þeirra voru í Everton búningum, en það var uppáhaldsfélagslið Rhys í ensku knattspyrnunni. Morðinginn er enn ófundinn, en hann skaut á Rhys af hjóli á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×