Erlent

Spáð handtöku vegna hvarfs Madeleine McCann

Óli Tynes skrifar
Madeleine McCann. Týnd í fjóra mánuði.
Madeleine McCann. Týnd í fjóra mánuði.
Breska Sky fréttastofan segir að mikilvæg DNA sýni hafi fundist í íbúðinni sem foreldrar Madeleina McCann bjuggu í ásamt börnum sínum, þegar telpan hvarf. Daily Mirror heldur því fram að sýnin muni leiða til handtöku innan tveggja sólarhringa. Sýnin voru skoðuð í rannsóknarstofu bresku lögreglunnar.

Gerry og Kate McCann hafa verið boðuð á fund portúgölsku lögreglunnar eftir hádegi í dag, þar sem þeim verður skýrt frá niðurstöðunum. Auk DNA sýnisins fundust aðrar vísbendingar í íbúðinni, en ekki hefur verið upplýst hverjar þær voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×