Erlent

Enn ein innköllunin hjá Mattel

Leikfangaframleiðandinn Mattell tilkynnti í gær að hann myndi afturkalla fleiri en 800 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem Mattell innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína. Þrjár tegundir Fischer Price leikfanga eru innkallaðar núna, ásamt aukahlutum fyrir Barbie dúkkur. Dúkkurnar sjálfar verða ekki innkallaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×