Erlent

Páfi hvetur til umhverfisverndar

Íklæddur grænum hökli hvatti Benedikt páfi í gær hálfa milljón ungmenna sem voru saman komin á umhverfisverndarhátíð á Ítalíu til að bjarga jörðinni áður en það væri um seinan. Í ræðu páfa voru innan um  hefðbundnari tilmæli um að viðhalda fjölskyldugildum og lifa dyggðugu lífi ábendingar um að fara betur með umhverfið. Þá bauð páfi upp á meira en innantóm orð. Hann hyggst koma fyrir sólarrafhlöðum í Vatíkaninu, og mun greiða fyrir skógræktarverkefni til að vinna á móti kolefnislosun höfuðstöðva kaþólsku kirkjunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×