Erlent

Fótboltabullur réðust að 14 ára dreng í Danmörku

Hópur drukkinna áhangenda AGF fótboltaliðsins í Danmörku réðst að fjórtán ára dreng af írökskum uppruna í lest á leið til Árhúsa í gær. Hvorki lestarstjórinn né aðrir starfsmenn lestarinnar brugðust við þegar mennirnir hreyttu fúkyrðum og hentu rusli í drenginn og rúmlega áttræða konu sem ferðaðist með honum. Aðrir áhangendur liðsins komu drengnum til bjargar, en enginn slasaðist í hamagangnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×