Enski boltinn

Deildarbikarinn: Aston Villa valtaði yfir Wrexham

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Shaun Maloney skoraði tvö fyrir Aston Villa.
Shaun Maloney skoraði tvö fyrir Aston Villa. NordicPhotos/GettyImages
Önnur umferð deildarbikarsins í Englandi fór fram í kvöld. Nokkur athyglisverð úrslit litu dagsins ljós og ber þar hæst að nefna 3-0 tap úrvalsdeildarliðsins Sunderland fyrir Luton Town og Aston Villa vann stórsigur á Wrexham.

Aston Villa fór létt með Wrexham á útivelli í kvöld og sigruðu með fimm mörkum gegn engu. Shaun Maloney skoraði tvö mörk fyrir Villa en Nigel Reo-Coker, Marlon Harewood og Luke Moore skoruðu sitt markið hver.

Hermann Hreiðarsson kom inn á sem varamaður á 87. mínútu þegar Portsmouth sigraði Leeds auðveldlega með þremur mörkum gegn engu. Noe Pamarot skoraði tvívegis áður en David Nugent bætti við þriðja markinu.

Diomansy Kamara tryggði Fulham sigur gegn Shrewsbury með eina marki leiksins á 59. mínútu.

Úrvalsdeildarliðið Wigan beið lægri hlut fyrir Hull City á heimavelli. Stuart Elliot skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu.

Birmingham sigraði Hereford á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu. Garry O´Connor og Gary McSheffrey náðu forystunni fyrir Birmingham áður en Theo Robinson minnkaði muninn fyrir gestina.

Craig Bellamy skoraði bæði mörk West Ham í sigri gegn Bristol Rovers áður en Andrew Williams minnkaði muninn fyrir heimamenn. Kieron Dyer var borinn af leikvelli á 13. mínútu og óttast er að hann sé fótbrotinn.

Leroy Lita skoraði sigurmark Reading gegn Swansea í framlengingu. Leikurinn endaði 0-1. Sam Sodje í liði Reading var rekin af leikvelli á 58. mínútu. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru ekki í leikmannahópi Reading.

 

Önnur úrslit:

Burnley 3-0 Oldham

Cardiff 1-0 Leyton

Carlisle 0-2 Coventry

Charlton 4-3 Stockport

Peterborough 0-2 West Bromich Albion

Southend 2-0 Watford

Wolves 1-3 Morecambe (Eftir framlengingu)

Milton Keynes Dons 2-3 Sheffield United (Eftir framlengingu)

Derby 2-2 Blackpool (Blackpool vann 6-7 eftir vítaspyrnukepni)

Rochdale 1-1 Norwich (Norwich vann 3-4 eftir vítaspyrnukeppni)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×