Erlent

Michael Vick játar sig sekan um að standa fyrir hundaati

Vick stóð fyrir hundaati á sex ára tímabili.
Vick stóð fyrir hundaati á sex ára tímabili.

Gert er ráð fyrir að Michael Vick, stjörnuleikmaður úr ameríska fótboltanum, muni í dag játa sök fyrir dómi. Vick hefur verið ákærður fyrir að standa fyrir hundaati. Við slíku liggja þungar refsingar í flestum fylkjum Bandaríkjanna.

Vick hefur verið bannað að taka frekari þátt í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Hann samdi á föstudaginn um lyktir í málaferlum gegn sér. Hann viðurkennir að hafa staðið fyrir hundaati frá árinu 2001 til 2007 eða á sex ára tímabili. Hann viðurkenndi jafnframt að hann hefði keypt fasteignir í Virginíu til þess að nota í hundaatið og að hafa þjálfað hunda í það. Vick getur búist við því að fá fimm ára fangelsisdóm og sextán milljóna króna sekt. Þó er líklegt að hann fái styttri fangelsisdóm ef hann verður samvinnuþýður við að upplýsa málið.

Áður en Vick var ákærður átti hann glæsilegan atvinnumannaferil fyrir höndum. Árið 2004 gerði hann samning fyrir rúma 8 milljarða króna við lið sitt American Falcons. Nú er leikmannaferill hans hins vegar á enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×