Berst fyrir því að dóttir sín fái meðferð Guðjón Helgason skrifar 26. ágúst 2007 19:00 Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi. Mariya Aman er 6 ára. Hún lamaðist í loftárás Ísraela Gaza-svæðið í maí í fyrra. Flugskeyti skall til jarðar og sprakk næri bíl fjölskyldunnar þar sem hún var á ferð. Móðir Mariyu, bróðir hennar, amma og frændi týndu lífi í árásinni. Sprengjubrot fór hnakka hennar og hún kastaðist út úr bílnum. Hamdee Aman, faðir Mariyu er atvinnulaus byggingaverkamaður og óttast að dóttir sín deyji fái hún ekki áfram þá meðferð sem hún hefur fengið á sjúrkahúsinu í Jerúsalem. Hann segir að ef hún sé ekki tengd öndunarvél lengur en í 50 sekúndur þá ranghvolfi hún í sér augunum og eigi erfitt. Hann spyr hvert hann eigi að fara með hana á vélarinnar og varahluta í hana. Hann hafi þegar misst 4 fjölskyldumeðlimi og voni að Ísarelar axli ábyrgð sína vegna þess hvernig komið sé fyrir dóttur hans. Þetta verði hlutskipti hennar allt hennar líf og engin önnur lausn en stöðug meðferð. Hvert eigi hann að snúa sér með hana? Ísraelar vilja flytja Mairy í endurhæfingarstöð í Ramallah á Vesturbakkanum. Þeir hafa boðist til að þjálfa starfsfólk þar til að annast hana en ætla ekki að útvega tæki. Mál Hamdeens og Mariyu er til meðferðar hjá hæstarétti Ísrels en ísraelskir mannréttindafrömuðir hafa sótt um ríkisborgarrétt í Ísrael fyrir feðginin og son Hamdeens. Ísrelskir læknar styðja þau einnig í málinu. Ísraelsk hermálayfirvöld segja meiðsl Mariyu afleiðingar stríðsátaka sem ekki sé hægt að bera ábyrgð á. Ísraelar vilji ekki að mál Mariyu verði fordæmi fyrir því að særðir Palestíumenn sæki læknisaðstoð til Ísraela á sömu forsendum. Ísraelar hafa boðið eftirlifandi ættingjum Mariyu peninga en þá vilja þeir ekki sjá. Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi. Mariya Aman er 6 ára. Hún lamaðist í loftárás Ísraela Gaza-svæðið í maí í fyrra. Flugskeyti skall til jarðar og sprakk næri bíl fjölskyldunnar þar sem hún var á ferð. Móðir Mariyu, bróðir hennar, amma og frændi týndu lífi í árásinni. Sprengjubrot fór hnakka hennar og hún kastaðist út úr bílnum. Hamdee Aman, faðir Mariyu er atvinnulaus byggingaverkamaður og óttast að dóttir sín deyji fái hún ekki áfram þá meðferð sem hún hefur fengið á sjúrkahúsinu í Jerúsalem. Hann segir að ef hún sé ekki tengd öndunarvél lengur en í 50 sekúndur þá ranghvolfi hún í sér augunum og eigi erfitt. Hann spyr hvert hann eigi að fara með hana á vélarinnar og varahluta í hana. Hann hafi þegar misst 4 fjölskyldumeðlimi og voni að Ísarelar axli ábyrgð sína vegna þess hvernig komið sé fyrir dóttur hans. Þetta verði hlutskipti hennar allt hennar líf og engin önnur lausn en stöðug meðferð. Hvert eigi hann að snúa sér með hana? Ísraelar vilja flytja Mairy í endurhæfingarstöð í Ramallah á Vesturbakkanum. Þeir hafa boðist til að þjálfa starfsfólk þar til að annast hana en ætla ekki að útvega tæki. Mál Hamdeens og Mariyu er til meðferðar hjá hæstarétti Ísrels en ísraelskir mannréttindafrömuðir hafa sótt um ríkisborgarrétt í Ísrael fyrir feðginin og son Hamdeens. Ísrelskir læknar styðja þau einnig í málinu. Ísraelsk hermálayfirvöld segja meiðsl Mariyu afleiðingar stríðsátaka sem ekki sé hægt að bera ábyrgð á. Ísraelar vilji ekki að mál Mariyu verði fordæmi fyrir því að særðir Palestíumenn sæki læknisaðstoð til Ísraela á sömu forsendum. Ísraelar hafa boðið eftirlifandi ættingjum Mariyu peninga en þá vilja þeir ekki sjá.
Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira