Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 19:00 Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Héraðsfréttablaðið Norra Skåne sagði frá því í gær að Kastró væri allur og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andlátini Kastrós í dag. Fréttaristjóri Norra Skåne sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að heimildirnar hefðu verið afar áreiðanlegar og því hefði verið rangt að birta þetta ekki. Forsetinn varð 81 árs 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir þarmaaðgerð í fyrra. Þá fól hann Raúl bróður sínum valdataumana. Síðan hafa verið birtar ýmsar myndir af byltingaleiðtoganum aldna á sjúkrabeðinu, en engar nýjar frá því í byrjun júní þegar hann veitti viðtal í sjónvarpi. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldum vegna byltingarafmælisins í lok júlí. Fyrir þeim fór Raúl. Orðrómur um andlát Kastrós hefur verið þrálátur meðal brottfluttra Kúbverja í Bandaríkjunum í heilt ár en samkvæmt bandríska blaðinu Washington Post er hann þrálátari nú en áður. Þeir fengu byr undir báða vængi þegar mikilsmettir landflótta Kúbverjar funduðu á Miami í gær til að ræða hvað gera skyldi við andlát forsetans. Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, segir ekkert hæft í andlátsfréttum. Fídel sé í fínu formi og fylgi læknisráði svo hann nái fullri heilsu. En þrátt fyrir það lifir sagan góðu lífi og þá þarf Kastró gamli bara að koma fram opinberlega til að kveða orðróminn um andlát sitt niður sé hann ekki á rökum reistur. Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Héraðsfréttablaðið Norra Skåne sagði frá því í gær að Kastró væri allur og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andlátini Kastrós í dag. Fréttaristjóri Norra Skåne sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að heimildirnar hefðu verið afar áreiðanlegar og því hefði verið rangt að birta þetta ekki. Forsetinn varð 81 árs 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir þarmaaðgerð í fyrra. Þá fól hann Raúl bróður sínum valdataumana. Síðan hafa verið birtar ýmsar myndir af byltingaleiðtoganum aldna á sjúkrabeðinu, en engar nýjar frá því í byrjun júní þegar hann veitti viðtal í sjónvarpi. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldum vegna byltingarafmælisins í lok júlí. Fyrir þeim fór Raúl. Orðrómur um andlát Kastrós hefur verið þrálátur meðal brottfluttra Kúbverja í Bandaríkjunum í heilt ár en samkvæmt bandríska blaðinu Washington Post er hann þrálátari nú en áður. Þeir fengu byr undir báða vængi þegar mikilsmettir landflótta Kúbverjar funduðu á Miami í gær til að ræða hvað gera skyldi við andlát forsetans. Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, segir ekkert hæft í andlátsfréttum. Fídel sé í fínu formi og fylgi læknisráði svo hann nái fullri heilsu. En þrátt fyrir það lifir sagan góðu lífi og þá þarf Kastró gamli bara að koma fram opinberlega til að kveða orðróminn um andlát sitt niður sé hann ekki á rökum reistur.
Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira