Erlent

Faldi lík af nýburum á heimili sínu

Kona á fertugsaldri er nú í haldi lögreglu í Frakklandi eftir að lík þriggja nýbura fundust falin á heimili hennar í frönsku Ölpunum. Talið er að konan hafi átt börnin á árunum 2001 til 2006. Unnusti hennar fann líkin og hafði samband við lögreglu. Annað svipað mál kom upp í Frakklandi í fyrra þegar tvö ungabörn franskrar konu fundust í ískistu á heimili hennar í Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×