Erlent

Bandarísk herþota varpar sprengju á breska hermenn

Breskir hermenn í Afganistan.
Breskir hermenn í Afganistan. MYND/AFP

Þrír breskir hermenn létu lífið í suðurhluta Afganistan í morgun og tveir særðust eftir að bandarísk herþota varpaði fyrir mistök sprengju á þá. Hermennirnir voru að berjast við sveitir Talibana þegar atvikið átti sér stað.

Bresku hermennirnir voru við skyldustörf skammt frá borginni Kajaki í suðurhluta Afganistan þegar þeir urðu fyrir árás frá sveit Talibana. Kallað var á stuðning úr lofti og voru tvær bandarískar F-15 herþotur sendar af stað. Einni sprengju var varpað og lenti hún fyrir mistök á bresku hermönnunum.

Breska varnarmálaráðuneytið hefur þegar hafið rannsókn á málinu. Alls hafa 73 breskir hermenn látið lífið í Afganista frá því átökin hófust þar árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×