Bíða eftir flugi frá Júkatan-skaga Guðjón Helgason skrifar 20. ágúst 2007 18:58 Tíu Íslendingar bíða milli vonar og ótta um hvort þeir nái flugi frá Júkatan skaga nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyri á Mexíkó. Íslendingarnir fóru frá Cancun í gær þar sem búist er við miklum veðurofsa. Óttast er að bylurinn nái mesta styrk áður en hann skellur á Mexíkó á næstu klukkustundum. Mexíkóbúar, íbúar á Cayman-eyjum og Belísbúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean sæki í sig veðrið. Hann fór yfir suðurhluta Jamaíka í gær og morgun og voru skemmdir nokkuð minni en óttast var. Þrátt fyrir það hefur forsætisráðherra eyjunnar lýst yfir neyðarástandi næsta mánuðinn og óvíst hvort hægt verði að kjósa þign í næstu viku líst og áformað var. Bylurinn fer yfir norðurhluta Belís og skellur á strandhéruðum Mexíkó á Júkatan skaga. Hann fer síðan yfir Campache-flóa og Mexíkó flóa og ná landi í Tampico í Mexíkó. Óttast er að bylurinn nái fullum styrk innan sólahrings og vindhraði nærri sjötíu metrar á sekúndu. Íbúar búast við hinu versta en bylurinn hefur valdið minnst sex dauðsföllum á Karíbahafseyjum svo vitað sé. Tíu Íslendingar eru nú á Júkatan-skaga. Útskriftahópur frá Háskólanum á Bifröst. Bjarni Þórisson segir hópinn hafa farið frá Cancun í gær en þar sé óttast að bylurinn valdi miklum skemmdum og til Campache, hinu megin á skaganum. Hann segir þaðan stefnt á flug til Mexíkóborgar og síðan til New York. Allt flug sé þó bókað þannig að óvíst sé að það takist í tæka tíð. Bjarni segir utanríkisráðuneytið hafa aðstoðað hópinn. Hann segir Íslendingana ekki þekkja hættu sem þessa. Þeir hafi fengið að vita hjá innfæddum að þeir óttuðust að þetta yrði mikið ofsaveður. Þeir væru því að byrgja fyrir glugga og búa sig vel. Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu að tíu manna hópurinn væru einu Íslendingarnir sem hefðu haft samband vegna fellibylsins. Ekki væri vitað til þess að aðrir Íslendingar væru á svæðinu þar sem Dean hefði farið um eða ætti eftir að fara um. Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Tíu Íslendingar bíða milli vonar og ótta um hvort þeir nái flugi frá Júkatan skaga nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyri á Mexíkó. Íslendingarnir fóru frá Cancun í gær þar sem búist er við miklum veðurofsa. Óttast er að bylurinn nái mesta styrk áður en hann skellur á Mexíkó á næstu klukkustundum. Mexíkóbúar, íbúar á Cayman-eyjum og Belísbúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean sæki í sig veðrið. Hann fór yfir suðurhluta Jamaíka í gær og morgun og voru skemmdir nokkuð minni en óttast var. Þrátt fyrir það hefur forsætisráðherra eyjunnar lýst yfir neyðarástandi næsta mánuðinn og óvíst hvort hægt verði að kjósa þign í næstu viku líst og áformað var. Bylurinn fer yfir norðurhluta Belís og skellur á strandhéruðum Mexíkó á Júkatan skaga. Hann fer síðan yfir Campache-flóa og Mexíkó flóa og ná landi í Tampico í Mexíkó. Óttast er að bylurinn nái fullum styrk innan sólahrings og vindhraði nærri sjötíu metrar á sekúndu. Íbúar búast við hinu versta en bylurinn hefur valdið minnst sex dauðsföllum á Karíbahafseyjum svo vitað sé. Tíu Íslendingar eru nú á Júkatan-skaga. Útskriftahópur frá Háskólanum á Bifröst. Bjarni Þórisson segir hópinn hafa farið frá Cancun í gær en þar sé óttast að bylurinn valdi miklum skemmdum og til Campache, hinu megin á skaganum. Hann segir þaðan stefnt á flug til Mexíkóborgar og síðan til New York. Allt flug sé þó bókað þannig að óvíst sé að það takist í tæka tíð. Bjarni segir utanríkisráðuneytið hafa aðstoðað hópinn. Hann segir Íslendingana ekki þekkja hættu sem þessa. Þeir hafi fengið að vita hjá innfæddum að þeir óttuðust að þetta yrði mikið ofsaveður. Þeir væru því að byrgja fyrir glugga og búa sig vel. Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu að tíu manna hópurinn væru einu Íslendingarnir sem hefðu haft samband vegna fellibylsins. Ekki væri vitað til þess að aðrir Íslendingar væru á svæðinu þar sem Dean hefði farið um eða ætti eftir að fara um.
Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira