Erlent

Hvetja fólk til að halda stillingu sinni

Stjórnvöld í Perú hafa beðið fólk á skjálftasvæðum að bíða rólegt eftir hjálpargögnum. Uppþot varð við dreifingu hjálpargagna í gær og fólk hefur látið greipar sópa um verslanir. Hópur fólks stöðvaði vörubíla hlaðna hjálpargögnum við útjaðar bæjarins Pisco í gær og rændi því sem í bílunum var.

Sum þorpin sem verst hafa orðið úti eru utan alfaraleiða og hjálparstarfsmenn segja erfitt að komast til þeirra. Alan Garcia forseti Perú biður fólk að sýna þolinmæði; stjórnvöld muni sjá til þess að enginn þurfi að deyja úr hungri eða þorsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×