Erlent

Dæmdir fyrir morð á tímum aðskilnaðarstefnunnar

Fimm fyrrverandi öryggisverðir á aðskilnaðartímum í Suður Afríku voru í dag dæmdir fyrir að skipuleggja morð á aðgerðarsinna sem var á móti aðskilnaði í landinu.

Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar, Adriaan Vlok, og þáverandi lögreglustjóri, Johan van der Merwe, fengu 10 ára skilorðsbundna fangelsisdóma. Hinir þrír fengu fimm ára skilorðasbundna dóma við réttarhöld sem fóru fram í Pretoríu. Fimmmenningarnir viðurkenndu að reyna að drepa Frank Chickane árið 1989 með því að baða nærföt hans í eiturefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×