Erlent

Ný tækni í flóðvörnum

Í meira en öld hafa sandpokar verið eitt helsta vopn gegn flóðum. Flóðin í Bretlandi nýverið urðu tækifæri fyrir hugvitssama aðila til að prófa að koma upp mun fljótvirkar flóðvörnum.

Í flóðunum sem gengu yfir Bretland nýverið urðu þúsundir heimilislausir og kostnaður vegna eyðileggingar hleypur á milljörðum punda. Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þúsundir fjöldskyldna sem urðu fyrir eignatjóni fengju styrk úr sérstökum sjóði.

Flóðin urðu þó tækifæri til að prófa nýja tækni, nefnilega nýja tegund flóðgarða. Að koma upp flóðvörnum úr sandpokum er afar tímafrekt og tekur auk þess mikinn mannsskap. Tíminn er afar dýrmætur undir þessum kringumstæðum.

Því reyndu nokkrir hugvitsamir menn nýja tækni sem tekur mun skemmri tíma. Þeir notuðu ílát sem þeir fylltu með möl og byggðu þannig varnarvegg sem þeir segja jafn áhrifaríkan og sandpokana. Ílátunum er flatpakkað og koma þannig á vörubílum til flóðasvæða. Þeir eru tengdir saman til að byggja eins langan vegg og mögulegt er og ná tæplega 140 sentimetra hæð. Þá þyngja möl eða steinar plastbrúsana og varna því að vatn komist í gegn.

Jake McQueen, sem vinnur að framleiðslu ílátanna, segir að bygging flóðvarna af þessu tagi sé hundrað og tuttugu sinnum fljótari en að hlaða sandpokum upp. Það er þó ekki víst að þessi nýja aðferð nýtist í þriðja heiminum þar sem fjármagn er af skornum skammti en gnótt af vinnuafli er í boði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×