Erlent

Særðist í skotárás í Árósum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan leitar árásarmanns.
Lögreglan leitar árásarmanns. Mynd/ Hari
Þrir menn urðu fyrir skotárás í miðborg Árósa í Danmörku í nótt. Einn maður var fluttur á slysadeild með áverka á handlegg.

Mennirnir biðu eftir strætisvagni við 7-11 búð á Frederiks Allé þegar grásvartan bíl dreif þar að. Fimm til sjö skotum var skotið að mönnunum og hvarf árásarmaðurinn svo á braut, segir á fréttavef Jyllands-Posten. Tilræðismaðurinn er ekki fundinn.

Pilturinn, sem varð fyrir skotinu, gekkst undir aðgerð í morgun og er hann ekki sagður í lífshættu.

Í júní á síðasta ári var ungur maður stunginn til bana um 100 metrum frá staðnum þar sem skotárásin varð í nótt

Fjölmargir Íslendingar búa í Árósum. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn er ekki vitað til að neinn Íslendingur hafi verið á staðnum þegar skotárásin varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×