Erlent

Vilja skíra barnið „@"

MYND/Getty

Kínverskt par berst nú fyrir því að fá að skíra nýfætt barn sitt „@". Stjórnvöld þar í landi eru þó ekki par hrifin af hugmyndinni og segja hana vera gott dæmi um furðuleg nöfn sem verði æ vinsælli í landinu. Unga parið segist hins vegar aðeins vilja gefa króganum einstakt og nýtískulegt nafn.

Engin sérstök nafnalög eru í gildi í Kína. Það mun því vera undir lögreglunni komið hvort parið fái ósk sína uppfyllta því það er á þeirra könnu að úthluta persónuskílríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×