Erlent

Minnst 330 látnir eftir öflugan skjálfta í Perú

MYND/AP

Almannavarnir í Perú segja minnst þrjúhundruð og þrjátíu hafa látist eftir að tveir öflugir jarðskjálftar skóku Perú með nokkurra mínútna millibili í nótt.

Skjálftarnir, sem urðu um kvöldmatarleytið að staðartíma voru 7,9 og 7,5 á Richterkvarða og áttu upptök sín um 160 kílómetra sunnan við höfuðborgina Líma við Kyrrahafsströnd Suður-Ameríku.

Þar skulfu hús og rafmagn fór af á stöðum og fólk þusti í ofboði út á myrkvaðar göturnar. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir Perú, Chile, Ekvador og Kólumbíu en hún var dregin til baka skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×