Erlent

250 látnir hið minnsta

Sprengjurnar jöfnuðu þorpin við jörðu.
Sprengjurnar jöfnuðu þorpin við jörðu. MYND/AFP

Írösk yfirvöld segja að 250 hið minnsta, hafi látist í sprengjuárásunum í norðurhluta landsins í gær. Þetta er mannskæðasta árásin í landinu frá því í stríðinu 2003. Fjórar sprengjur lögðu tvö þorp jasída trúflokksins í rúst og slösuðust að minnsta kosti 350. Björgunarsveitir eru enn að störfum og búist er við því að tala látinna eigi eftir að hækka.

Bandaríkjaher hefur kennt Al kæeda um árásirnar en hryðjverkamennirnir sprengdu í loft upp eldsneytisflutningabíl og þrjár aðrar bifreiðar. Jasídar eru forn trúarhópur sem rekur sögu sína aftur fyrir tíma Múhameðs spámanns. Múslimar og kristnir hafa lengi haft óbeit á Jasídum sem þeir segja vera trúvillinga. Trúarhópurinn komst síðast í heimsfréttirnar í apríl síðastliðinn, þegar stúlka úr þeirra hópi var grýtt til bana af ættingjum sínum fyrir að taka múslímatrú. Þessi atburður hefur aukið mjög á spennu á milli jasída og múslima í héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×