Erlent

Þrír Þjóðverjar láta lífið í Afganistan

Þýskur hermaður í Afganistan.
Þýskur hermaður í Afganistan. MYND/AFP

Þrír Þjóðverjar létu lífið og einn særðist í Afganistan í morgun þegar sprengja sprakk við bíl mannanna á veg skammt frá Kabul, höfuðborg landsins. Mennirnir voru í hópi þýskra sendiráðsstarfsmanna sem voru að heimsækja Nato-herstöð í nágrenninu.

Talið er að sprengjan hafi verið fjarstýrð en bíll mannanna gjöreyðilagðist í sprengingunni. Um 3.200 þýskir hermenn eru nú staðsettir í Afganistan. Mikill þrýstingur hefur verið á þýsk stjórnvöld að kalla hermennina heim en tuttugu hafa látið lífið frá því fyrstu hersveitirnar komu þangað árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×