Erlent

Tók ekki eftir því að fóturinn færi af við hné

Japanskur ökumaður mótorhjóls sem keyrði utan í öryggisgirðingu tók ekki eftir því að fótur hans hefði skorist af í árekstrinum, og keyrði í tæpa tvo kílómetra með blæðandi stubbinn.

Maðurinn, sem er 54 ára skrifstofustarfsmaður,  var á ferð með vinum sínum í Hamamatsuborg á mánudaginn. Hann lenti í erfiðleikum með að ná krappri beygju, og rakst utan í vegrið.  

Hann fann til nístandi sársauka, en tók ekki eftir því að hægri fót hans vantaði fyrir neðan hné fyrr en að hann stoppaði á næstu gatnamótum. Vinir mannsins sáu fótinn hinsvegar klippast af og tóku hann upp.

Maðurinn og fóturinn voru fluttir á spítala, en fóturinn reyndist of  illa farinn til að hægt væri að festa hann á aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×