Erlent

Símakynlíf á 21. öldinni

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Danska farsímafyrirtækið Sonofon hyggst seinna á þessu ári hefja dreifingu á klámefni gegnum farsímakerfi sitt. Þetta gera þeir vegna þrýstings frá viðskiptavinum sínum, sem frá fyrsta nóvember munu geta hlaðið niður klámmyndum og myndskeiðum, á sama hátt og þeir sækja í dag hringitóna, leiki og skjásvæfur.

Yngstu viðskiptavinir fyrirtækisins fá þó ekki að njóta skemmtiefnisins. Þau höft verða á þjónustunni að viðskiptavinir þurfa að skrá inn kennitölu og póstnúmer til að fá aðgang að henni. Þeir fá þá aðgangsorð og seinna sent bréf sem segir að sími þeirra sé nú klámvæddur. Þetta er gert til að vernda börn og fullorðna sem ekki kæra sig um efnið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×