Erlent

Sex skotnir til bana í Þýskalandi

Sex menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í þýsku borginni Duisburg í nótt. Mennirnir fundust í tveimur bílum nærri lestarstöð, eftir að vegfarandi heyrði skothvelli og lét lögregbíl sem átti leið hjá vita. Fimm mannanna voru látnir þegar að var komið, en sá sjötti lést á leið á sjúkrahús. Ekkert er vitað um ástæðu verknaðarins, eða hver myrti mennina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×