Erlent

Ein mannskæðasta árás frá upphafi Íraksstríðsins

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Lögreglumenn kanna brak eins bílsins sem notaður var í árásinni.
Lögreglumenn kanna brak eins bílsins sem notaður var í árásinni. MYND/AP
Minnst 175 manns létust og tvöhundruð særðust þegar þrír sjálfsmorðsárásarmenn á flutningabílum hlöðnum eldsneyti sprengdu sig í loft upp í bænum Katanía í Norður Írak í gær.

Árásin er ein sú mannskæðasta frá upphafi stríðsins fyrir fjórum árum síðan. Hún var gerð í hverfum Jasidí manna, en þeir eru forn kúrdískur trúarhópur í Norður-Írak og Sýrlandi.

Spenna hefur aukist milli Jasidía og múslima, síðan að sautján ára Jasidí stúlka var fyrr í sumar grýtt til dauða fyrir að falla fyrir múslimskum dreng og taka trú hans.

Bandaríkin fordæmdu árásina sem þau sögðu sýna hve langt öfgamenn væru til í að ganga til að koma í veg fyrir að Írak yrði friðsælt og öruggt land.

Þau hétu Íraksstjórn áframhaldandi stuðningi sýnum við að berja á bak aftur uppreisnina í landinu.

Bandaríski herinn hefur fært mest af herstyrk sínum til höfuðborgarinnar Bagdad, og greinir BBC fréttastofan frá því að yfirmenn í Írak óttist að uppreisnarmenn muni nú herja á ný svæði, og ráðast í auknum mæli á óbreytta borgara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×