190 þúsund byssur týndar Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 12:31 Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Um er að ræða 110 þúsund AK-47 árásarriffla og 80 þúsund skammbyssur. Þá hafa einnig 135 þúsund skothelt vesti horfið og 115 þúsund hjálmar. Allur þessi búnaður kemur frá Bandaríkjamönnum og var settur í hendur íraskra öryggissveitar- og lögreglumanna. Það er rannsóknarhópur á vegum Bandaríkjaþings sem greinir frá þessu í nýrri skýrslu en þar segir að bandarísk hermálayfirvöld geti ekki greint frá því hvað orðið hafi um byssurnar. Þau geta aðeins rakið um 30% þeirra vopna sem hafa verið send Írökum síðustu 3 árin. Varnarmálaráðuneytið dregur þessar tölur ekki í efa og segir málið í athugun. Í skýrsllunni segir að vopnum hafi verið útbýtt af handahópi og í flýti og skipulag hafi verið lítið sem ekkert, sér í lagi árin 2004 og 2005. Þá sá David Petraeus, herforingi í Bandaríkjaher, um þjálfun íraskra öryggissveita, en Petraeus stjórnar nú öllum herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nú er óttast að vopin séu notuð til að myrða íraska borgara og bandaríska hermenn. Ofan á þessa mun einnig ganga treglega að koma vopnum sem Írakar hafa óskað frá Bandaríkjamönnum í hendur öryggissveita. Rúmlega fjórðungur þess sem pantað hefur verið hafi borist og segir sendiherra Íraka í Bandaríkjunum að það komi í veg fyrir að Írakar sjálfir geti tekið á andspyrnumönnum. Þessar upplýsingar koma fram á versta tíma fyrir Bush Bandaríkjaforseta þar í Washington er nú tekist hart á um árangurinn í Íraksstríðsins. Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, munu í næsta mánuði leggja fram skýrslu þar sem þeir meta árangur hertra aðgerða í Írak sem miða að því að binda enda á átök þjóðarbrota og auka möguleikann á fullri sjálfsstjórn Íraka. Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Um er að ræða 110 þúsund AK-47 árásarriffla og 80 þúsund skammbyssur. Þá hafa einnig 135 þúsund skothelt vesti horfið og 115 þúsund hjálmar. Allur þessi búnaður kemur frá Bandaríkjamönnum og var settur í hendur íraskra öryggissveitar- og lögreglumanna. Það er rannsóknarhópur á vegum Bandaríkjaþings sem greinir frá þessu í nýrri skýrslu en þar segir að bandarísk hermálayfirvöld geti ekki greint frá því hvað orðið hafi um byssurnar. Þau geta aðeins rakið um 30% þeirra vopna sem hafa verið send Írökum síðustu 3 árin. Varnarmálaráðuneytið dregur þessar tölur ekki í efa og segir málið í athugun. Í skýrsllunni segir að vopnum hafi verið útbýtt af handahópi og í flýti og skipulag hafi verið lítið sem ekkert, sér í lagi árin 2004 og 2005. Þá sá David Petraeus, herforingi í Bandaríkjaher, um þjálfun íraskra öryggissveita, en Petraeus stjórnar nú öllum herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nú er óttast að vopin séu notuð til að myrða íraska borgara og bandaríska hermenn. Ofan á þessa mun einnig ganga treglega að koma vopnum sem Írakar hafa óskað frá Bandaríkjamönnum í hendur öryggissveita. Rúmlega fjórðungur þess sem pantað hefur verið hafi borist og segir sendiherra Íraka í Bandaríkjunum að það komi í veg fyrir að Írakar sjálfir geti tekið á andspyrnumönnum. Þessar upplýsingar koma fram á versta tíma fyrir Bush Bandaríkjaforseta þar í Washington er nú tekist hart á um árangurinn í Íraksstríðsins. Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, munu í næsta mánuði leggja fram skýrslu þar sem þeir meta árangur hertra aðgerða í Írak sem miða að því að binda enda á átök þjóðarbrota og auka möguleikann á fullri sjálfsstjórn Íraka.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira