Erlent

Brown vonar að hægt sé að koma í veg fyrir faraldur

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að hann væri vongóður um að hægt væri að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem kom upp á föstudaginn og koma þannig í veg fyrir faraldur.

Breska landbúnaðarráðuneytið staðfesti í dag að enginn búfénaður hafi verið fluttur frá bænum sem veikin fannst síðan tíunda júlí og vekur það vonir um að smitið breiðist ekki út. Verið er að rannsaka upptökin, en böndin berast nú að rannsóknarstofu sem notaði sama veirustofn til þess að búa til bóluefni. Í gær vaknaði grunur um að veikin hefði stungið sér niður á fjölda býla, en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.


Tengdar fréttir

Gin og klaufaveiki greinist á Englandi

Yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í dag að gin og klaufaveiki hafi fundist í nautgripum á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London. Nokkur dýr hafa verið greind með sjúkdóminn sem olli mikill skelfingu í Bretlandi árið 2001.

Nautgripaflutningar bannaðir vegna Gin- og klaufaveiki

Yfirvöld í Bretlandi hafa bannað allan flutning á búfénaði í kjölfar þess að gin og klaufaveiki greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London. Um 60 dýr reyndust smituð af sjúkdómnum, sem olli mikilli skelfingu í Bretlandi árið 2001.

Gin- og klaufaveiki veiran finnst á rannsóknarstofu

Stofn sem er af sama meiði og og stofn gin og klaufaveikinnar sem fannst í nautgripum á býli í Suður-Englandi á föstudag fannst í gær. Hann fannst á rannsóknarstofu í nágrenni býlisins og var notaður í bólusetningarlyf fyrir dýr. Ekki er hægt að staðfesta endanlega að veikin hafi breiðst út frá rannsóknarstofunni en eftirlit með bæjum í kringum hana hefur verið hert til muna. Heilbrigðiseftirlitsmenn munu heimsækja rannsóknarstofuna í dag og kanna möguleikann á því að veikin hafi borist þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×