Erlent

Gin- og klaufaveiki veiran finnst á rannsóknarstofu

Stofn sem er af sama meiði og og stofn gin og klaufaveikinnar sem fannst í nautgripum á býli í Suður-Englandi á föstudag fannst í gær. Hann fannst á rannsóknarstofu í nágrenni býlisins og var notaður í bólusetningarlyf fyrir dýr. Ekki er hægt að staðfesta endanlega að veikin hafi breiðst út frá rannsóknarstofunni en eftirlit með bæjum í kringum hana hefur verið hert til muna. Heilbrigðiseftirlitsmenn munu heimsækja rannsóknarstofuna í dag og kanna möguleikann á því að veikin hafi borist þaðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×